Magnús Jónsson og Friðrik Einarsson endurskoðendur KPMG, mættu á fundinn og kynntu ársreiking og endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013. Öllum bæjarfulltrúum stóð til boða að sitja fundinn undir kynningu Magnúsar. Auk aðalmanna í bæjarráði sat Eyrún Arnardóttir megin hluta kynningarinnar.
Jafnframt kynningu svöruðu Magnús og Friðrik spurningnum fundarmanna varðandi ársreikninginn og endurskoðunarskýrsluna.
Að lokinni kynningu, var þeim þökkuð koman og greinargóðar upplýsingar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi og endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt er fjármálastjóra falið að senda umrædd gögn strax til Kauphallarinnar til birtingar þar, að lokinni áritun bæjarráðs og bæjarstjóra, eins og reglur segja til um.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram til fyrri umræðu ársreikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013, ásamt endurskoðunarskýrslu. Ársreikningurinn hefur þegar verið birtur Kauphöllinni, samkvæmt reglum þar um. Aðrir sem til máls tóku um ársreikninginn voru í þessari röð: Sigrún Blöndal, Karl Lauritzson, Stefán Bogi Sveinsson og Björn Ingimarsson.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi og endurskoðunarskýrslunni til annarrar umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Á fundi bæjarstórnar 2. apríl sl. var ársreikningi Fljótsdalshéraðs 2013 vísað til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013, ásamt fylgigögnum, til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram ársreikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013 til síðari umræðu. Aðrir sem til máls tóku um ársreikninginn voru í þessari röð. Gunnar Jónsson, Karl Lauritzson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Björn Ingimarsson, Árni Kristinsson , Gunnar Jónsson og Karl Lauritzson.
Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2013 námu 3.260 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 2.902 millj. kr. Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 2.532 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2013 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 2.376 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 262 millj. og þar af 172 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 454 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 418 millj. í A hluta. Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstarafkoma ársins neikvæð um 57,5 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta neikvæð um 64 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 465 millj.kr., þar af 354 millj. kr. í A hluta. Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 569 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er handbært fé frá rekstri í A hluta um 427 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 693 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 278 millj. í A hluta. Fjármögnunarhreyfingar ársins námu 291 millj. í samstæðu A og B hluta. Lántökur námu 695 millj. kr., en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 406 millj. kr. á árinu 2013. Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 7.891 millj. kr. í árslok 2013 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 5.753 millj. kr. í árslok 2013.
Heildarskuldir og skuldbindingar námu 7.935 millj. kr. í árslok 2013 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 5.759 millj. kr.
Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 2. apríl sl. Ársreikningurinn var jafnframt sendur Kauphöllinni til birtingar sama dag, fyrir fund bæjarstjórnar. Með ársreikningum liggja einnig fyrir eftirfarandi gögn. a) Skýrsla löggiltra endurskoðenda. b) Sundurliðunarbók fyrir alla sjóði og fyrirtæki samstæðunnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að boða til almenns borgarafundar mánudaginn 28. apríl n.k. þar sem ársreikningurinn verður kynntur.
Auk aðalmanna í bæjarráði sat Eyrún Arnardóttir megin hluta kynningarinnar.
Jafnframt kynningu svöruðu Magnús og Friðrik spurningnum fundarmanna varðandi ársreikninginn og endurskoðunarskýrsluna.
Að lokinni kynningu, var þeim þökkuð koman og greinargóðar upplýsingar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi og endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Jafnframt er fjármálastjóra falið að senda umrædd gögn strax til Kauphallarinnar til birtingar þar, að lokinni áritun bæjarráðs og bæjarstjóra, eins og reglur segja til um.