Hávaði vegna Alcoa árshátíðar

Málsnúmer 201403076

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 54. fundur - 08.04.2014

Fyrir liggur frá íbúa í nágrenni íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum, kvörtun vegna hávaða á nóttunni meðan á árshátíð Alcoa stendur.

Menningar- og íþróttanefnd beinir því til forstöðumanns íþróttamannvirkja og menningar- og íþróttafulltrúa að gera verklagsreglur varðandi fyrirkomulag skemmtana í íþróttamiðstöðinni, m.a. um leyfilegan hávaða, frágang og tilkynningu til nágranna. Verklagsreglur verði lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 55. fundur - 13.05.2014

Fyrir liggja tillögur að verklagsreglum varðandi fyrirkomulag skemmtana í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 8. apríl 2014.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir fyrirliggjandi verklagsreglur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 21.05.2014

Fyrir liggja tillögur að verklagsreglum varðandi fyrirkomulag skemmtana í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 8. apríl 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi verklagsreglur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.