Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 3. mars 2014, frá Unni Birnu Karlsdóttur, safnstjóra Minjasafns Austurlands, þar sem annars vegar er óskað eftir afnotum af austurenda braggans, við Sláturhúsið-menningarmiðstöð, undir tiltekna safngripi og hins vegar er óskað eftir að skoðað verði hvort Minjasafnið geti átt þess kost að geyma safngripi í gamla grunnskólahúsinu á Eiðum.
Menningar- og íþróttanefnd er samþykk því að Minjasafn Austurlands fái hluta austurenda braggans sem geymslu undir tiltekna safngripi.
Varðandi afnot af rými í gamla barnaskólanum á Eiðum fyrir muni safnsins felur menningar- og íþróttanefnd starfsmanni nefndarinnar að fara yfir málið með húsráði félagsheimilisins á Eiðum.
Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 3. mars 2014, frá Unni Birnu Karlsdóttur, safnstjóra Minjasafns Austurlands, þar sem annars vegar er óskað eftir afnotum af austurenda braggans, við Sláturhúsið-menningarmiðstöð, undir tiltekna safngripi og hins vegar er óskað eftir að skoðað verði hvort Minjasafnið geti átt þess kost að geyma safngripi í gamla grunnskólahúsinu á Eiðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að Minjasafn Austurlands fái hluta austurenda braggans sem geymslu undir tiltekna safngripi. Varðandi afnot af rými í gamla barnaskólanum á Eiðum fyrir muni safnsins felur bæjarstjórn starfsmanni menningar- og íþróttanefndar að fara yfir málið með húsráði félagsheimilisins á Eiðum.
Menningar- og íþróttanefnd er samþykk því að Minjasafn Austurlands fái hluta austurenda braggans sem geymslu undir tiltekna safngripi.
Varðandi afnot af rými í gamla barnaskólanum á Eiðum fyrir muni safnsins felur menningar- og íþróttanefnd starfsmanni nefndarinnar að fara yfir málið með húsráði félagsheimilisins á Eiðum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.