Bæjarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 201401060

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 109. fundur - 22.01.2014

Erindi á Bæjarstjórnarbekknum 14.12.2013, þar sem Ásta Sigríður Sigurðardóttir kt. 021057-2669 spyr um fyrirkomulag við mokstur og söndun í Skriðdal o.fl. í því sambandi.
Gerð er alvarleg athugasemd við hvernig sandað er á Þjóðvegi 1, einnig að yfirleitt séu menn seinir í vetrarþjónustunni við Skriðdal. Bent er á að það vanti fleiri útskot á vegum þar sem fólk getur stoppað/áningarstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að málið verði tekið upp á fundi sveitarstjórnar og Vegagerðarinnar þann 31.1.2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.