Yfirlit yfir barnaverndartilkynningar 2013

Málsnúmer 201305117

Félagsmálanefnd - 116. fundur - 21.05.2013

Eðli og umfang barnaverndartilkynninga sem borist hafa Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs á tímabilinu janúar til og með apríl 2013 lagðar fram til kynningar.
Séu sambærilegar tölur bornar saman við sama tímabil ársins 2013 kemur í ljós að tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum hafa rúmlega þrefaldast á milli ára. Tilkynningar vegna neyslu barna á vímuefnum hafa tvöfaldast og tilkynningar vegna afbrota barna hafa tæplega þrefaldast.

Félagsmálanefnd - 124. fundur - 22.01.2014

Lagt fram yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga. Á árinu 2013 bárust Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs 60 tilkynningar vegna 43 barna. 25 tilkynninganna bárust vegna ofbeldis gegn barni, 25 vegna áhættuhegðunar barns á meðan 10 tilkynningar bárust vegna vanrækslu barns. Félagsmálastjóra er falið að skipuleggja fundi með starfsfólki leik- og grunnskóla á þjónustusvæðinu þar sem farið yrði yfir tilkynningaskyldu starfsfólks og verkferla í barnaverndarstarfi.