Eðli og umfang barnaverndartilkynninga sem borist hafa Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs á tímabilinu janúar til og með apríl 2013 lagðar fram til kynningar. Séu sambærilegar tölur bornar saman við sama tímabil ársins 2013 kemur í ljós að tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum hafa rúmlega þrefaldast á milli ára. Tilkynningar vegna neyslu barna á vímuefnum hafa tvöfaldast og tilkynningar vegna afbrota barna hafa tæplega þrefaldast.
Eðli og umfang fjárhagsaðstoðar / styrkja sem veittir hafa verið á Fljótsdalshéraði og aðildarsveitarfélögunum á tímabilinu janúar til og með apríl 2013, lagt fram til kynningar.
Helga Þórarinsdóttir, starfsmaður Skólaskrifstofu Austurlands mætti á fundinn og kynnti yfirlit fyrir fjármagn sem borist hefur Fljótsdalshéraði og aðildarsveitarfélögum þess vegna þjónustu við fatlað fólk fyrir árið 2012 og 2013.
6.Ósk Kvenfélagsins Bláklukku um fundaraðstöðu í Hlymsdölum
Erindi frá Kvenfélaginu Bláklukku á Fljótsdalshéraði tekið til umfjöllunar, þar sem óskað er eftir því að félaginu sé gefinn kostur á því að halda fundi sína í Hlymsdölum án þess að greitt sé fyrir leigu samkvæmt gildandi gjaldskrá, einungis verði greitt grunngjald sem í dag er kr. 8.500.- Ólöf Ragnarsdóttir, formaður Kvenfélagsins og Karólína Ingvarsdóttir,ritari, mættu á fundinn og gerðu grein fyrir erindinu. Nefndin frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.
Leyfisbréf frá Barnaverndarstofu dagsett 6. maí 2013 vegna tónlistarsumarbúða í Grunnskólanum Eiðum fyrir allt að 20 börn á aldrinum tíu til sextán ára er lagt fram til kynningar. Leyfishafi er Suncana María Slamning kt. 080959 5919.
Séu sambærilegar tölur bornar saman við sama tímabil ársins 2013 kemur í ljós að tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum hafa rúmlega þrefaldast á milli ára. Tilkynningar vegna neyslu barna á vímuefnum hafa tvöfaldast og tilkynningar vegna afbrota barna hafa tæplega þrefaldast.