Félagsmálanefnd

116. fundur 21. maí 2013 kl. 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir varaformaður
  • Baldur Pálsson aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
  • Arnbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Yfirlit yfir barnaverndartilkynningar 2013

Málsnúmer 201305117

Eðli og umfang barnaverndartilkynninga sem borist hafa Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs á tímabilinu janúar til og með apríl 2013 lagðar fram til kynningar.
Séu sambærilegar tölur bornar saman við sama tímabil ársins 2013 kemur í ljós að tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum hafa rúmlega þrefaldast á milli ára. Tilkynningar vegna neyslu barna á vímuefnum hafa tvöfaldast og tilkynningar vegna afbrota barna hafa tæplega þrefaldast.

2.Yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð 2013

Málsnúmer 201305119

Eðli og umfang fjárhagsaðstoðar / styrkja sem veittir hafa verið á Fljótsdalshéraði og aðildarsveitarfélögunum á tímabilinu janúar til og með apríl 2013, lagt fram til kynningar.

3.Reglur um félagslegt húsnæði 2013

Málsnúmer 201305097

Drög að breyttum reglum um félagslegt húsnæði hjá Fljótsdalshéraði lagðar fram og samþykktar.

4.Yfirlit yfir fjárhagslega stöðu félagsþ janúar til og með apríl 2013

Málsnúmer 201305124

Yfirlit yfir rekstraráætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrstu fjóra mánuði ársins 2013 lögð fram til kynningar.

5.Yfirlit yfir fjárhagslega stöðu tengda málaflokki fatlaðs fólks.

Málsnúmer 201305125

Helga Þórarinsdóttir, starfsmaður Skólaskrifstofu Austurlands mætti á fundinn og kynnti yfirlit fyrir fjármagn sem borist hefur Fljótsdalshéraði og aðildarsveitarfélögum þess vegna þjónustu við fatlað fólk fyrir árið 2012 og 2013.

6.Ósk Kvenfélagsins Bláklukku um fundaraðstöðu í Hlymsdölum

Málsnúmer 201305121

Erindi frá Kvenfélaginu Bláklukku á Fljótsdalshéraði tekið til umfjöllunar, þar sem óskað er eftir því að félaginu sé gefinn kostur á því að halda fundi sína í Hlymsdölum án þess að greitt sé fyrir leigu samkvæmt gildandi gjaldskrá, einungis verði greitt grunngjald sem í dag er kr. 8.500.- Ólöf Ragnarsdóttir, formaður Kvenfélagsins og Karólína Ingvarsdóttir,ritari, mættu á fundinn og gerðu grein fyrir erindinu. Nefndin frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

7.Tilkynning um leyfi til reksturs sumarbúða

Málsnúmer 201305109

Leyfisbréf frá Barnaverndarstofu dagsett 6. maí 2013 vegna tónlistarsumarbúða í Grunnskólanum Eiðum fyrir allt að 20 börn á aldrinum tíu til sextán ára er lagt fram til kynningar. Leyfishafi er Suncana María Slamning kt. 080959 5919.

8.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1301119

Niðurstöður samkvæmt bókun í málinu.

Fundi slitið.