Erindi frá Kvenfélaginu Bláklukku á Fljótsdalshéraði tekið til umfjöllunar, þar sem óskað er eftir því að félaginu sé gefinn kostur á því að halda fundi sína í Hlymsdölum án þess að greitt sé fyrir leigu samkvæmt gildandi gjaldskrá, einungis verði greitt grunngjald sem í dag er kr. 8.500.- Ólöf Ragnarsdóttir, formaður Kvenfélagsins og Karólína Ingvarsdóttir,ritari, mættu á fundinn og gerðu grein fyrir erindinu. Nefndin frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.
Erindi frá Kvenfélaginu Bláklukku á Fljótsdalshéraði tekið til umfjöllunar,en því var frestað á síðast fundi nefndarinnar eftir að Ólöf Ragnarsdóttir, formaður Kvenfélagsins og Karólína Ingvarsdóttir, gjaldkeri mættu á fundinn og gerðu grein fyrir erindinu. Ákveðið að vísa erindi kvenfélagsins til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fyrir fundinum lá erindi frá kvenfélaginu Bláklukku þar sem óskað er eftir fundaraðstöðu fyrir félagið í Hlymsdölum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fela félagsmálastjóra og atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að ganga frá samningi við Bláklukku um afnot af húsnæðinu með hliðsjón af forsendum erindisins.
Fyrir liggja drög að samningi um leigu á fundaraðstöðu fyrir kvenfélagið Bláklukku í Hlymsdölum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins, sem eiganda húsnæðisins.
Fyrir liggja drög að samningi um leigu á fundaraðstöðu fyrir kvenfélagið Bláklukku í Hlymsdölum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi með þeim breytingum sem ræddar voru á fundi bæjarráðs og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins, sem eiganda húsnæðisins.