Erindi frá Kvenfélaginu Bláklukku á Fljótsdalshéraði tekið til umfjöllunar,en því var frestað á síðast fundi nefndarinnar eftir að Ólöf Ragnarsdóttir, formaður Kvenfélagsins og Karólína Ingvarsdóttir, gjaldkeri mættu á fundinn og gerðu grein fyrir erindinu. Ákveðið að vísa erindi kvenfélagsins til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2.Beiðni um umsögn vegna frjálsíþróttaskóla UÍA og UMFÍ
Í beiðni dagsettri 3. júní 2013 frá Barnaverndarstofu er óskað eftir umsögn félagsmálanefndar vegna frjálsíþróttaskóla UÍA og UMFÍ. Félagsmálanefnd sér sér ekki fært að veita umsögn í ofangreindu máli þar sem erindi Barnaverndarstofu barst Félagsþjónustunni það seint að ekki tókst að vinna málið áður en íþróttaskólinn hóf starfsemi sína og var lokið þegar nefndin fékk málið til umfjöllunar.
Launaáætlun félagsþjónustunnar fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 2013 lögð fram til kynningar. Frávik í áætluninni má rekja til kostnaðar sem er tilkominn vegna langvarandi veikinda starfsmanna og aukninna þarfa fyrir félagslega heimaþjónustu á Fljótsdalshéraði.
Rammaáætlun félagsþjónustunnar fyrir árið 2014 lögð fram til kynningar. Við umfjöllun bæjarráðs um áætlunina var gerð tíu milljóna króna hagræðingarkrafa. Nefndin felur formanni nefndarinnar og félagsmálastjóra að koma með tillögu að hagræðingu sem nemur áðurnefndri upphæð á næsta fund nefndarinnar.
5.Stefna og starfsáætlun Félagsþjónustunnar tekin til umræðu.
Sigrún Harðardóttir og Guðmunda Vala Jónasdóttir, fulltrúar Fljótsdalshéraðs í jafnréttisnefnd sátu fyrri hluta fundarins þegar fjallað var um jafnréttismál. Áherslur í endurskoðaðri áætlun um jafnréttismál teknar fyrir og starfsmanni falið að kynna drög að uppfærðri áætlun á fundi nefndarinnar í september n.k.