Beiðni um umsögn vegna frjálsíþróttaskóla UÍA og UMFÍ

Málsnúmer 201306014

Félagsmálanefnd - 117. fundur - 24.06.2013

Í beiðni dagsettri 3. júní 2013 frá Barnaverndarstofu er óskað eftir umsögn félagsmálanefndar vegna frjálsíþróttaskóla UÍA og UMFÍ. Félagsmálanefnd sér sér ekki fært að veita umsögn í ofangreindu máli þar sem erindi Barnaverndarstofu barst Félagsþjónustunni það seint að ekki tókst að vinna málið áður en íþróttaskólinn hóf starfsemi sína og var lokið þegar nefndin fékk málið til umfjöllunar.