Félagsmálanefnd

124. fundur 22. janúar 2014 kl. 12:30 - 14:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir varaformaður
  • Baldur Pálsson aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
  • Arnbjörg Sveinsdóttir
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Starfsáætlun Hlymsdalir

Málsnúmer 201401174

Drög að starfsáætlun Hlymsdala tekin til umræðu og samþykkt.

2.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1305174

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

3.Yfirlit yfir rekstraráætlun 2013

Málsnúmer 201401119

Lögð fram drög að rekstrarniðurstöðum fyrir árið 2013 hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Þar kemur fram að niðurstöðurnar eru u.þ.b.þremur prósentum undir áætlun.

4.Yfirlit yfir greiddar húsaleigubætur 2013

Málsnúmer 201401056

Lagt fram yfirlit yfir veittar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur á Fljótsdalshéraði árið 2013. Þar kemur fram að heildarupphæð greiddra húsaleigubóta á árinu var kr. 34.399.308. eða kr. 4.331.926. hærri upphæð en áætlað var í rekstraráætlun. Heildarupphæð sérstakra húsaleigubóta fyrir sama tímabil var kr. 1.199.770. eða kr.298.028 lægra en áætlað var. Alls voru því greiddar húsaleigubætur/sérstakar húsaleigubætur á Fljótsdalshéraði árið 2013 kr. 35.599.078. Félagsmálastjóra falið að afla upplýsinga um ástæðu ofangreindar hækkunar útgjalda.

5.Yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð árið 2013

Málsnúmer 201401120

Lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð árið 2013. Þar kemur fram að á Fljótsdalshéraði nam upphæð fjárhagsaðstoðar alls kr. 7.180.527. Fjárhagsaðstoð hjá Seyðisfjarðarkaupstað nam alls kr. 1.888.709., hjá Djúpavogshreppi kr. 1.040.054.,Vopnafjarðarhreppi kr. 265.508., á Borgarfyrði eystri var upphæðin kr. 144.508. Engin fjárhagsaðstoð var veitt í Fljótsdalshreppi árið 2013.

6.Yfirlit yfir barnaverndartilkynningar 2013

Málsnúmer 201305117

Lagt fram yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga. Á árinu 2013 bárust Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs 60 tilkynningar vegna 43 barna. 25 tilkynninganna bárust vegna ofbeldis gegn barni, 25 vegna áhættuhegðunar barns á meðan 10 tilkynningar bárust vegna vanrækslu barns. Félagsmálastjóra er falið að skipuleggja fundi með starfsfólki leik- og grunnskóla á þjónustusvæðinu þar sem farið yrði yfir tilkynningaskyldu starfsfólks og verkferla í barnaverndarstarfi.

7.Reglur um sérstakar húsaleigubætur hjá Fljótsdalshéraði 2014

Málsnúmer 201401109

Lögð fram drög að uppfærðu matsviðmiði um sérstakar húsaleigubætur hjá Fljótsdalshéraði. Breytingarnar eru í samræmi við hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar og uppfærast í janúar ár hvert.

8.Stefna félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs/ Fjarðabyggðar

Málsnúmer 201110029

Sameiginleg stefna Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og Fjarðarbyggðar tekin til umræðu. Formaður nefndarinnar á forgöngu um að boða til sameiginlegs fundar með félagsmálanefndum beggja sveitarfélaganna og starfsmönnum þeirra þar sem stefnan verður tekin til umfjöllunar.

9.Starfsáætlun Stólpa 2014

Málsnúmer 201401121

Drög að starfsáætlun Stólpa tekin til umræðu og samþykkt.

10.Starfsáætlun Miðvangi 2014

Málsnúmer 201401122

Drög að starfsáætlun búsetu fyrir fatlað fólk í Miðvangi 18 tekin til umræðu og samþykkt.

11.Starfsáætlun Bláargerði 2014

Málsnúmer 201401154

Drög að starfsáætlun búsetu fyrir fatlað fólk í Bláargerði 9 - 11 tekin til umræðu og samþykkt.

12.Starfsáætlun Hamragerði 2014

Málsnúmer 201401155

Drög að starfsáætlun búsetu fyrir fatlað fólk í Hamragerði 5 tekin til umræðu og samþykkt.

13.Starfsáætlun Félagsþjónustu 2014

Málsnúmer 201401126

Drög að starfsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs tekin til umræðu og samþykkt.

14.Betra Fljótsdalshérð

Málsnúmer 201401129

Hugmynd að rafrænu upplýsinga- og samskiptakerfi fyrir íbúa lögð fram til kynningar, undir heitinu Betra Fljótsdalshérað. Sum sveitarfélög landsins hafa þegar tekið upp slíkt fyrirkomulag sem tengist heimasíðum þeirra. Bæjarráð hefur lýst sig hlynnt hugmyndinni og starfsmannastjóri óskað eftir að nefndir sveitarfélagsins kynni sér hana. Fulltrúar Fljótsdalshéraðs í nefndinni taka jákvætt í ofangreint erindi.

15.Kvörtun til persónuverndar

Málsnúmer 201311149

Bréf Persónuverndar dagsett 17. janúar 2014 er lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.