Yfirlit yfir greiddar húsaleigubætur 2013

Málsnúmer 201401056

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 124. fundur - 22.01.2014

Lagt fram yfirlit yfir veittar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur á Fljótsdalshéraði árið 2013. Þar kemur fram að heildarupphæð greiddra húsaleigubóta á árinu var kr. 34.399.308. eða kr. 4.331.926. hærri upphæð en áætlað var í rekstraráætlun. Heildarupphæð sérstakra húsaleigubóta fyrir sama tímabil var kr. 1.199.770. eða kr.298.028 lægra en áætlað var. Alls voru því greiddar húsaleigubætur/sérstakar húsaleigubætur á Fljótsdalshéraði árið 2013 kr. 35.599.078. Félagsmálastjóra falið að afla upplýsinga um ástæðu ofangreindar hækkunar útgjalda.