Leyfi bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201204131

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 169. fundur - 16.01.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að veita Sigrúnu Harðardóttur tímabundið leyfi frá setu í bæjarstjórn, eða frá og með 17. janúar 2013 og til og með 31. maí 2013. Einnig er samþykkt að veita Sigrúnu leyfi frá setu sem varafulltrúi í bæjaráði á sama tíma. Sigvaldi H. Ragnarsson tekur sæti Sigrúnar í bæjarstjórn, sem varafulltrúi í bæjarráði og sem fyrsti varaforseti bæjarstjórnar í leyfi hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 175. fundur - 15.04.2013

Til máls tók Katla Steinsson sem lýsti yfir vanhæfi sínu.

Forseti úrskuraði um vanhæfi hennar.

Lagður fram tölvupóstur frá Kötlu Steinsson, dags.8.apríl 2013 með beiðni um tímabundið leyfi frá störfum í bæjarstjórn, byggingarnefnd hjúkrunarheimilis og sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að veita Kötlu Steinsson tímabundið leyfi frá setu í bæjarstjórn, eða frá og með 16. apríl 2013 og til og með 15. september 2013. Einnig er samþykkt að veita Kötlu leyfi frá setu sem áheyrnarfulltrúi í bæjaráði á sama tíma. Karl S. Lauritzson tekur sæti Kötlu í bæjarstjórn og sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði í leyfi hennar. Varamaður hans verði Anna Alexandersdóttir.

Samþykkt með 8 atkvæðum en 1 var fjarverndi (KS).

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Tekið fyrir erindi Stefáns Boga Sveinssonar forseta bæjarstjórnar, þar sem hann óskar eftir tímabundnu leyfi (fæðingarorlofi) frá störfum í bæjarstjórn og bæjarráði í tvo mánuði, frá 1. desember að telja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir erindi Stefáns Boga og jafnframt að varamenn hans í bæjarstjórn og bæjarráði taki sæti hans þar. Gunnhildur Ingvarsdóttir í bæjarstjórn og Eyrún Arnardóttir í bæjarráði. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Eyrún Arnardóttir taki við embætti forseta bæjarstjórnar þessa tvo mánuði sem Stefán Bogi verður í fríi. Sigrún Harðardóttir og Sigrún Blöndal munu áfram sinna embætti fyrsta og annars varaforseta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.