Samstarf við Landsvirkjun

Málsnúmer 201306084

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúa Landsvirkjunar varðandi framtíðarsamskipti sveitarfélagsins og fyrirtækisins:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að skipaður verði fjögurra manna samráðshópur sveitarfélagsins og Landsvirkjunar er í eigi sæti af hálfu Fljótsdalshéraðs Björn Ingimarsson og Stefán Bogi Sveinsson. Undir þennan hóp skulu falla öll samskipta- og þróunarmál sem til skoðunar hafa verið með aðilum og skal hann koma í stað þeirra samráðs- og samstarfshópa annarra sem hafa verið skipaðir. Hópurinn skal funda fyrsta föstudag hvers mánaðar til að byrja með (til ársloka 2013) en síðan ársfjórðungslega eftir nánar samkomulagi. Bæjarstjóra falið að koma framangreindu á framfæri og óska eftir tilnefningum frá Landvirkjun svo kalla megi hópinn saman til fyrsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 13.11.2013

Lagt fram bréf, dagsett 23. október 2013 frá Landsvirkjun, þar sem tilkynnt er um fulltrúa Landsvirkjunar í sámráðshóp sveitarfélagsins og Landsvirkjunar. Þeir eru skv. bréfinu Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri og Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Lagt fram bréf, dagsett 23. október 2013 frá Landsvirkjun, þar sem tilkynnt er um fulltrúa Landsvirkjunar í sámráðshóp sveitarfélagsins og Landsvirkjunar. Þeir eru skv. bréfinu Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri og Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Fyrsti fundur hópsins hefur þegar verið boðaður.