Ástand og viðhald Borgarfjarðarvegar

Málsnúmer 201309074

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 241. fundur - 25.09.2013

Lagt fram bréf frá Eysteini Einarssyni, dagsett 4. sept. 2013, varðandi ástand og viðhald Borgarfjarðarvegar.

Bæjarráð tekur undir áskorun Eysteins til Vegagerðarinnar um lagfæringar og uppbyggingu á Borgarfjarðarvegi, svo sem á kaflanum frá Eiðum og út að Laufási. Mikil umferð á þessum vegakafla á liðnu sumri kallar á úrbætur sem fyrst, auk þess sem stöðugir þungaflutningar vegna sorpurðunar á Tjarnarlandi útheimta gott vegakerfi. Uppbygging vegarins með slitlagi er því bráðnauðsynleg framkvæmd.
Bæjarráð óskar eftir að fá að koma til fundar sem fyrst með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar á Reyðarfirði, til að fara m.a. yfir áætlanir um viðhald og nýbyggingu vegakerfisins í fjórðungnum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 184. fundur - 30.09.2013

Lagt fram bréf frá Eysteini Einarssyni, dagsett 4. sept. 2013, varðandi ástand og viðhald Borgarfjarðarvegar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir áskorun Eysteins til Vegagerðarinnar um lagfæringar og uppbyggingu á Borgarfjarðarvegi, svo sem á kaflanum frá Eiðum og út að Laufási. Mikil umferð á þessum vegakafla á liðnu sumri kallar á úrbætur sem fyrst, auk þess sem stöðugir þungaflutningar vegna sorpurðunar á Tjarnarlandi útheimta gott vegakerfi. Uppbygging vegarins með slitlagi er því bráðnauðsynleg framkvæmd.
Fulltrúar Fljótsdalshéraðs óskar eftir að fá að koma til fundar sem fyrst með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar á Reyðarfirði, til að fara m.a. yfir áætlanir um viðhald og nýbyggingu vegakerfisins í fjórðungnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.