Málþing um austfirsk málefni og aðalfundur Landsbyggðin lifi 2013

Málsnúmer 201308049

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 181. fundur - 21.08.2013

Lagður fram bréf, dags. 14.ágúst 2013, frá Þórarni Lárussyni f.h. Framfarafélags Fljótsdalshéraðs, með beiðni um stuðning við málþing um austfirsk málefni sem fyrirhugað er að halda í Brúarási laugardaginn 31.ágúst n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fela bæjarráði afgreiðslu erindisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 28.08.2013

Á síðasta bæjarstjórnarfundi var erindinu vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
Í erindinu er farið fram á að Fljótsdalshérað veiti framfarafélaginu styrk vegna málþings sem haldið verður á Hótel Héraði sunnudaginn 1. sept. næstkomandi.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að veita framfarafélaginu 75.000 kr. styrk til ráðstefnuhaldsins. Kostnaðurinn færist á liðinn 21-50.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 182. fundur - 04.09.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn þakkar Framfarafélagi Fljótsdalshéraðs fyrir gott framtak og óskar þeim til hamingju með vel heppnað málþing. Afgreiðsla bæjarráðs að öðru leyti staðfest.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 241. fundur - 25.09.2013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.