Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fara að tillögu félagsmálanefndar og vísar málinu til umfjöllunar hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi.
Tillagan samþykkt með 8 atkvæðum en 1 sat hjá (GJ)
1.2.Umræður við starfsfólk Barnaverndarstofu um framkvæmd barnaverndarmála
Til máls tóku: Sigrún Blöndal sem vakti máls á þessu umfjöllunarefni, en bæjarráð samþykkti að taka málefnið til umræðu á þessum bæjarstjórnarfundi. Aðrir sem til máls tóku voru í þessari röð. Eyrún Arnardóttir, Gunnar Jónsson, Björn Ingimarsson, Sigrún Blöndal, Karl Lauritzson, Árni Kristinsson og Ragnhildur Rós Indriðadóttir.
7.Málþing um austfirsk málefni og aðalfundur Landsbyggðin lifi 2013
Lagður fram bréf, dags. 14.ágúst 2013, frá Þórarni Lárussyni f.h. Framfarafélags Fljótsdalshéraðs, með beiðni um stuðning við málþing um austfirsk málefni sem fyrirhugað er að halda í Brúarási laugardaginn 31.ágúst n.k.