Erindi frá bæjarráði sem borist hefur frá Innanríkisráðuneytinu tekið fyrir þar sem leitað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til samstarfs um þjónustu við hælisleitendur. Félagsmálanefnd tekur jákvætt í erindið og hvetur til þess að málið verði tekið til umfjöllunar hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fara að tillögu félagsmálanefndar og vísar málinu til umfjöllunar hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi.
Tillagan samþykkt með 8 atkvæðum en 1 sat hjá (GJ)
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Samþykkt að vísa erindinu til Félagsmálanefndar til umsagnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.