Erindi frá foreldrafélagi Hallormstaðaskóla

Málsnúmer 201305052

Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 19. fundur - 08.05.2013

Michelle Mielnik kynnti erindið sem er sent frá aðalfundi foreldrafélagsins til skólastjórnenda. Foreldrar leggja áherslu á eflingu útikennslu og tónmenntakennslu. Jafnframt leggja foreldrar áherslu á aukið upplýsingaflæði frá umsjónarkennurum til foreldra. Skólanefnd hvetur til að skólastjóri og starfsfólk fari vel yfir óskir foreldra við skipulag skólastarfs næsta árs.