Skólanefnd Hallormsstaðaskóla

19. fundur 08. maí 2013 kl. 14:00 - 16:15 í Hallormsstaðaskóla
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Jóhann Þorvarður Ingimarsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Hallgrímur Þórhallsson aðalmaður
  • Hildur Jórunn Agnarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Michelle Lynn Mielnik áheyrnarfulltrúi
  • Lárus Heiðarsson varamaður
  • Hrefna Egilsdóttir skólastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Úlfar Trausti Þórðarson tók þátt í fundinum undir 1. lið á dagskránni. Þorvarður Ingimarsson og Karl Lauritzson véku af fundi kl. 15:30.

1.Hallormsstaðaskóli - drög að framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 201305053

Úlfar Trausti Þórðarson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi, kynnti tillögu að framkvæmdaáætlun á árinu 2013. Fram kom að lögð er áhersla að ráðast í aðgerðir við nauðsynlega drenun auk þekktra öryggisþátta. Skólanefnd fellst á þá forgangsröðun. Starfsfólk fagnar þeirri framkvæmd sem ráðist hefur verið í við endurbætur á tölvulögnum innanhúss.

2.Hallormsstaðaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201305054

Kynnt og rædd staða í starfsmannamálum. M.a. kom fram að Hrefna Egilsdóttir, staðgengill skólastjóra, mun gegna starfi skólastjóra í veikindum skólastjóra til vors.

3.Erindi frá foreldrafélagi Hallormstaðaskóla

Málsnúmer 201305052

Michelle Mielnik kynnti erindið sem er sent frá aðalfundi foreldrafélagsins til skólastjórnenda. Foreldrar leggja áherslu á eflingu útikennslu og tónmenntakennslu. Jafnframt leggja foreldrar áherslu á aukið upplýsingaflæði frá umsjónarkennurum til foreldra. Skólanefnd hvetur til að skólastjóri og starfsfólk fari vel yfir óskir foreldra við skipulag skólastarfs næsta árs.

4.Umsókn um skólavist utan skólhverfis/heimasveitarfélags

Málsnúmer 201305051

Þorvarður Ingimarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Málið kynnt. Beðið er afgreiðslu heimasveitarfélags til að ljúka málinu.

5.Hallormsstaðaskóli - Skipulag skólastarfs 2013-2014 - skóladagatal o.fl.

Málsnúmer 201305055

Hrefna Egilsdóttir kynnti skóladagatal 2013-2014 sem hefur hlotið kynningu á kennarafundi. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagt skóladagatal með fyrirvara um samþykki skólaráðs.

6.Hallormsstaðaskóli - frumdrög fjárhagsáætlunar 2014

Málsnúmer 201305056

Forsendur fjárhagsáætlunar kynntar. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög.

Fundi slitið - kl. 16:15.