Blómvangur 1, vegna bílastæða

Málsnúmer 201306073

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 98. fundur - 20.06.2013

Erindi í tölvupósti dags.19.06.2013 þar sem fram kemur að huga þarf að bílastæðum fyrir starfsmenn vegna byggingar hjúkrunarheimilisins. Stungið er upp á að útbúa bílastæðaplan sunnan við fóðurblönduna. Einnig er sótt um leyfi fyrir vinnubúðum innan lóðar Blómvangi 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í hugmyndina og samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið í samráði við lóðarhafa Blómabæjar.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Erindi í tölvupósti dags.19.06.2013 þar sem fram kemur að huga þarf að bílastæðum fyrir starfsmenn vegna byggingar hjúkrunarheimilisins. Stungið er upp á að útbúa bílastæðaplan sunnan við fóðurblönduna. Einnig er sótt um leyfi fyrir vinnubúðum innan lóðar Blómvangi 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið í samráði við lóðarhafa Blómabæjar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.