Uppfærsla á tölvubúnaði

Málsnúmer 201306080

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Haddur Áslaugsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið og gerði grein fyrir tillögum um endurnýjun á tölvubúnaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vinna áfram í þeim anda sem fyrirliggjandi tillögur gera ráð fyrir og felur umsjónarmanni tölvumála að vinna, annars vegar, kostnaðaráætlun vegna endurnýjunar í stofnunum sveitarfélagsins og hins vegar, að gera tillögu að samsetningu vinnuhóps er hafi það verkefni að vinna stefnumótun fyrir heildarmynd upplýsingartæknimála hjá sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Lagt fram yfirlit og kostnaðaráætlun frá umsjónarmanni tölvumála, varðandi viðhaldsþörf tölvubúnaðar í stofnunum sveitarfélagsins og ýmislegt fleira er varðar rekstur upplýsingakerfis þess.

Bæjarráð þakkar framlagðar upplýsingar og mun fara betur yfir málið á fundi í ágúst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 14.08.2013

Eftir yfirferð umsjónarmanns tölvumála á þörf fyrir endurnýjun á tölvubúnaði samþykkir bæjarráð að miðað verði við að tölvubúnaður verði endurnýjaður sem hér segir.

Egilsstaðaskóli
3 - 5 borðtölvur, stjórnendur og starfsmenn

Fellaskóli
2 borðtölvur, stjórnendur og starfsmenn

Tjarnarskógur
3 borðtölvur, stjórnendur og starfsmenn

Hádegishöfði
2 borðtölvur, stjórnendur og starfsmenn

Fundasalir Lyngási
9 spjaldtölvur til notkunar á staðnum og tvær borðtölvur fyrir ritara í sitt hvorn fundarsalinn.

Bókasafn Héraðsbúa
1 borðtölva í afgreiðslu

Tónlistarskólinn á Egilsstöðum
3 borðtölvur, stjórnendur og starfsmenn

Tónlistarskólinn í Fellabæ
1 borðtölva, stjórnendur og starfsmenn

Tónlistarskólinn í Brúarási
1 borðtölva, stjórnendur og starfsmenn

Hallormsstaðaskóli, 1 fartölva, stjórnendur og starfsmenn.

Einnig verði vinnutölvur kjörinna fulltrúa endurnýjaðar. Gert er ráð fyrir að keyptar verði spjaldtölvur en bæjarfulltrúum er heimilt að fá frekar fartölvu sé þess óskað.

Heildarkostnaður við endurnýjunina nemur um kr. 4.000.000.- sem tekið verður af tölvukostnaði ársins. Gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013 þar sem nánari grein verður gerð fyrir kostnaðinum.

Umsjónarmanni tölvumála falin endanleg útfærsla og að framkvæma innkaupin og leita hagstæðustu kosta m.t.t. til verðs, gæða og nauðsynlegra tenginga við tölvukerfi.

Að öðru leyti er endurnýjun tölvubúnaðar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.