Hækkun hlutafjár í Gróðrarstöðinni Barra ehf.

Málsnúmer 201305206

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 11.06.2013

Lagt fram bréf frá Gróðrarstöðinni Barra ehf. dagsett 28. maí, þar sem kynnt er heimild félagsins til að hækka hlutafé sitt um 10 milljónir, eða upp í 30 milljónir alls.
Með bréfinu er núverandi hluthöfum boðin að kaupa viðbótarhlutafé í félaginu í hlutfalli við eign í því á genginu einum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna afstöðu stjórnar atvinnumálasjóðs til erindisins og leggja málið að nýju fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Afstöðu til erindisins var frestað á fundi bæjarráðs 11. júní 2013, en bæjarstjóra falið að afla upplýsing um afstöðu stjórnar atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs til þess.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrir hönd atvinnumálasjóðs samþykkir bæjarráð að nýta ekki forkaupsrétt sjóðsins að auknu hlutafé í gróðrarstöðinni Barra að þessu sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.