Alcoa, bílastæða- og biðskýlamál

Málsnúmer 201108134

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 98. fundur - 20.06.2013

Til umræðu er staðsetning strætóskýla á Egilsstöðum og í Fellabæ. Fyrir liggja tillögur um staðsetningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða tillögu um staðsetningu skýlanna.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Fyrir liggja tillögur að staðsetningu strætóskýla á Egilsstöðum og í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi tillögu að staðsetningu skýlanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.