Kaup á rafmangstímatökutækjum

Málsnúmer 201306035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Lagt fram bréf frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, dagsett 7. júní 2013 með beiðni um stuðning við kaup á rafmagnstímatökubúnaði og öðru því sem nauðsynlegt er til að halda mót sem uppfyllir bæði alþjóðlegar kröfur og skilyrði til að staðfesta árangur á alþjóðlega vísu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Eftir nánari skoðun og að höfðu samráði við fagaðila, samþykkir bæjarráð að gerast aðili að umræddum kaupum að því gefnu að þau sveitarfélög sem leitað er til önnur komi einnig að kaupunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.