Umsókn um stöðuleyfi fyrir veðurstöð í landi Húseyjar

Málsnúmer 201306058

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 98. fundur - 20.06.2013

Erindi dags. 13.06.2013 þar sem Rán Jónsdóttir, verkefnastjóri vindorkurannsókna hjá Landsvirkjun, fyrir hönd Landsvirkjunar, óskar eftir stöðuleyfi fyrir 10 m hátt mastaur í landi Húseyjar, Fljótsdalshéraði til eins árs, vegna rannsókna á veðurfarslegum þáttum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skiplags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir mastrinu til eins árs.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 26.06.2013

Erindi dags. 13.06.2013 þar sem Rán Jónsdóttir, verkefnastjóri vindorkurannsókna hjá Landsvirkjun, fyrir hönd Landsvirkjunar, óskar eftir stöðuleyfi fyrir 10 m hátt mastur í landi Húseyjar, Fljótsdalshéraði til eins árs, vegna rannsókna á veðurfarslegum þáttum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir mastrinu til eins árs.