Umferðaröryggi/Fagradalsbraut

Málsnúmer 201405095

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 117. fundur - 28.05.2014

Erindi dagsett 13.05.2014 þar sem Hrönn Garðarsdóttir kt.250170-4409 óskar eftir úrbótum fyrir gangandi vegfarendur til að komast yfir Fagradalsbraut. Lagt er til að gerð verði undirgöng undir götuna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir Fagradalsbraut er gert ráð fyrir undirgöngum við gatnamót Tjarnarbrautar/Fagradalsbrautar. Nefndin bendir á að veghaldari, Vegagerðin, er þegar með málið í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.