Stuðningur við starfsemi svæðisbundinna miðla

Málsnúmer 201405101

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 257. fundur - 28.05.2014

Lagt fram bréf, dagsett 15. maí 2014, undirritað af Tjörva Hrafnkelssyni f.h. Austurfréttar ehf. og Sverri Mar Albertssyni f.h. Útgáfufélags Austurlands varðandi auglýsingar sveitarfélagsins.

Stefán Bogi vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð beinir því til Austurbrúar og stjórnar SSA að kannað verði með hvaða hætti best verði unnið að framtíð og eflingu staðbundinnar fjölmiðlunar á Austurlandi. Æskilegt er að málið verði sérstaklega tekið upp á aðalfundi SSA á komandi hausti.

Samþykkt með 2 atkvæðum en 1 var fjarverandi.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Lagt fram bréf, dagsett 15. maí 2014, undirritað af Tjörva Hrafnkelssyni f.h. Austurfréttar ehf. og Sverri Mar Albertssyni f.h. Útgáfufélags Austurlands varðandi auglýsingar sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs beinir bæjarstjórn því til Austurbrúar og stjórnar SSA að kannað verði með hvaða hætti best verði unnið að framtíð og eflingu staðbundinnar fjölmiðlunar á Austurlandi. Æskilegt er að málið verði sérstaklega tekið upp á aðalfundi SSA á komandi hausti.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (SBS)