Bæjarráð samþykkir að tilnefna tímaritið Gletting til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Glettingur kemur út þrisvar á ári og fjallar um austfirsk málefni. Náttúra svæðisins hefur jafnan verið í forgrunni í efnistökum blaðsins. Bæjarráð telur aðstandendur blaðsins vel að viðurkenningu sem þessari komna, enda mikið hugsjónastarf unnið innan útgáfufélagsins.
Bæjarstjóra falið að koma tilnefningunni til skila ásamt því að taka saman rökstuðning í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Skarphéðinn Þórisson líffræðing til Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti.
Skarphéðinn hefur helgað sinn starfsferil rannsóknum á náttúru Austurlands og náttúruvernd. Í gegnum fræðslu og rannsóknir, t.a.m. með kennslu og útgáfu á fræðsluefni um íslensku hreindýrin, hefur hann eflt þekkingu og vitund Austfirðinga um umhverfi sitt og mikilvægi þess að vernda það og varðveita.
Bæjarstjóra falið að koma tilnefningunni til skila ásamt því að taka saman rökstuðning í samræmi við umræður á fundinum.
Að lokinni umræðu um málið var tilnefningu frestað til næsta fundar bæjarráðs.