Ríkisútvarpið Austurlandi

Málsnúmer 201001107

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 252. fundur - 26.03.2014

Farið yfir ýmis mál sem varða starfsemi Ríkisútvarpsins á Austurlandi, svo sem svæðisútvarp, langbylgjumastrið á Eiðum og fl.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sem hann hefur átt við útvarpsstjóra vegna ýmissa samskiptamála.

Jafnframt lögð fram styrkumsókn vegna fyrirhugaðs málþings um stöðu útvarps á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til málþingsins sem nemur 25.000 kr. Fjárhæðin verði tekin af lið 21-21.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 194. fundur - 02.04.2014

Styrkumsókn vegna fyrirhugaðs málþings um stöðu svæðisbundinna fjölmiðla á Austurlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita 25.000 kr. styrk til málþingsins. Fjárhæðin verður tekin af lið 21-21.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (SBS).

Málið að öðru leyti í vinnslu.