Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs

19. fundur 29. apríl 2015 kl. 13:00 - 14:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Guðrún Helga Elvarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

Málsnúmer 201311125

Farið yfir stöðuna í endurskoðun á umræddum reglum, sem fyrri nefnd var komin af stað með og rædd var nokkuð á síðasta fundi.
Drög að úthlutunarreglum kláruð.
Rætt um að gera drög að matsblaði, sem gæti nýst við úthlutun styrkja og að nefndarmann setji það upp í sameiningu og sendi á milli í tölvupósti, þannig að drög að slíku matsblaði liggi fyrir á næsta fundi. Sigrún tekur að sér að koma því af stað.
Farið yfir umsóknarblaðið og settur inn sá viðbótartexti sem nefndarmenn voru búnir að ræða um. Ákveðið að fara eins að með það blað og senda það á milli nefndarmanna til frekari skoðunar.

Fundi slitið - kl. 14:15.