Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs

14. fundur 21. nóvember 2013 kl. 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
  • Hjördís Ólafsdóttir
  • Stefán Bogi Sveinsson
  • Ólöf S. Ragnarsdóttir
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2013

Málsnúmer 201303018

Fyrir lágu tvær umsóknir.

Í fyrsta lagi var umsókn dagsett 11.10. 2013. (frumumsókn barst í lok september)

Tekið fyrir bréf, þar sem óskar eftir styrk vegna Einhverfuráðstefnu í Reykjavík 17.október. Umsækjandi er kona .
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 25.000 upp í kostnað við umrædda ráðstefnuferð. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.


Í öðru lagi var umsókn dagsett 30. 09. 2013.

Tekið fyrir bréf þar sem óskað er eftir styrk vegna námskeiðsins: Lausnarmiðuð skammtímameðferð, sem er á vegum HÍ. Umsækjandi er kona.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 75.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

2.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

Málsnúmer 201311125

Farið yfir þau atriði sem búið var að merkja við í reglum um sí- og endurmenntun og einnig í úthlutunarreglum sjóðsins. Stefnt að því að fara yfir reglurnar á næstu vikum og halda síðan sérstakan fund í byrjun næsta árs þar sem endurskoðun á reglunum verður afgreidd.

Fundi slitið.