Málsnúmer 201603088
Málsnúmer 201311125
Fundi slitið - kl. 13:45.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.
Stjórn sjóðsins er sammála um að styrkur, sem einstaklingur fékk úthlutað á vorönn 2014, en hefur ekki sótt þar sem ekkert varð af því námi sem fyrirhugað var, verði felldur niður.
Fyrir liggur beiðni frá forstöðumönnum búsetu í Bláargerði, Hamragerði og Miðvangi um að áður veittur styrkur vegna náms- og kynnisferðar starfsmanna, gildi áfram árið 2016, þar sem ekki gafst tækifæri á að fara í umræddar ferðir á síðasta ári.
Stjórn sjóðsins fellst á þessa beiðni og að áður úthlutuð upphæð gildi áfram.
Tekin fyrir styrkumsókn frá Sigurlaugu Jónasdóttur skólastjóra Egilsstaðaskóla vegna námsferðar 33 starfsmanna Egilsstaðaskóla til Helsinki í Finnlandi 21.-22. apríl nk. Ekki hefur áður verið sótt um styrk til sjóðsins fyrir umræddan hóp.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda ferðastyrk að hámarki kr. 13.000 á þátttakenda, alls kr 429.000. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið eða námsferðina. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.
Tekin fyrir umsókn um styrk vegna fjarnáms leikskólaliða. Sótt er um styrk vegna námskeiðsgjalda. Umsækjandi er kona og hefur ekki áður sótt um til endurmenntunarsjóðs.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 35.000 sem nemur námskeiðsgjaldi síðustu námsannar. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.
Tekin fyrir umsókn, þar sem óskað er eftir styrk vegna náms við Háskólann á Akureyri. Sótt er um styrkinn vegna greiðslu á námskeiðsgjaldi kaupa á námsgögnum, og ferðakostnaði, alls 460.000 kr. að frádregnum fengnum styrkjum. Umsækjandi er kona og hefur ekki áður sótt um styrk úr sjóðnum, sem einstaklingur.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 60.000, sem nemur um það bil ferðakostnaði við 8 ferðir með strætó milli Egilsstaða og Akureyrar. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.