Umsagnarbeiðni vegna stofnunar lögbýlis

Málsnúmer 201603033

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 43. fundur - 22.03.2016

Erindi dagsett 02.03.2016 þar sem Davíð Þór Sigurðarson kt. 200983-5999, eigandi DOS samsteypunnar ehf., óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um stofnun lögbýlis á jörðinni Davíðsstaðir, landnúmer 218548. Fyrir liggur umsögn héraðsráðunautar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á jörðinni Davíðsstaðir. Nefndin bendir á að gera þarf viðeigandi skipulagsbreytingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Erindi dagsett 02.03. 2016 þar sem Davíð Þór Sigurðarson kt. 200983-5999, eigandi DOS samsteypunnar ehf., óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um stofnun lögbýlis á jörðinni Davíðsstaðir, landnúmer 218548. Fyrir liggur umsögn héraðsráðunautar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á jörðinni Davíðsstaðir. Bent er á að gera þarf viðeigandi skipulagsbreytingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.