Skipulags- og umhverfissvið. Tillaga að skipulagi, verkefnum og verkaskiptingu

Málsnúmer 201602050

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 40. fundur - 10.02.2016

Lögð er fram tillaga að skipulagi, verkefnum og verkaskiptingu á skipulags- og umhverfissviði. Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnir tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Birni Ingimarssyni fyrir kynninguna.
Nefndin samþykkir að auglýsa stöðu skipulags- og byggingarfulltrúa laust til umsóknar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.