Umsókn um styrk úr styrkvegasjóði

Málsnúmer 201503035

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 19. fundur - 11.03.2015

Erindi dagsett 23.02.2015 þar sem Magnús Karlsson, Hallbjarnarstöðum Skriðdal, óskar eftir að sótt verði um styrk úr styrkvegasjóði vegna slóðar um Stafsheiði, einnig að umsókn um slóðina frá Öxi að Hornbrynju verði haldið inni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að slóðinn um Stafsheiði og slóðinn frá Öxi að Hornbrynju hafa þegar verið settir inn á verkáætlun 2015 ásamt fleiri verkefnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.