Landsvirkjun staða mála

Málsnúmer 201503038

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 19. fundur - 11.03.2015

Til umræðu er hvernig samskiptum við fulltrúa Landsvirkjunar um hin ýmsu mál skuli háttað.

Málinu frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 08.04.2015

Til umræðu er hvernig samskiptum við fulltrúa Landsvirkjunar um hin ýmsu mál skuli háttað.

Árni Óðinsson frá Landsvirkjun sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis-og framkvæmdanefnd þakkar Árna fyrir komuna og samþykkir að fulltrúi Landsvirkjunar mæti á fund nefndarinnar að lágmarki tvisvar á ári þ.e. vor og haust til að fara yfir stöðu mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.