Tilnefning svæða í norræna skipulagssamkeppni

Málsnúmer 201503156

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 08.04.2015

Lagður er fram tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dags.26.03.205 þar sem Sveitarfélögum og öðrum forsvarsaðilum svæða, svo sem fasteigna- og þróunarfélögum, gefst nú kostur á að tilnefna svæði til þátttöku í norrænni skipulagssamkeppni, Nordic Built Cities Challenge. Samkeppnin er hluti áætlunar sem Norræni nýsköpunarsjóðurinn vinnur að á árabilinu 2015-2018 um sjálfbærni og nýsköpun í skipulagi norrænna bæja og borga. Markmið samkeppninnar er að styðja nýsköpun og þverfaglegar lausnir í norrænni skipulagsgerð og stuðla að sjálfbæru bæjarskipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis-og framkvæmdanefnd samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga um málið. Að öðru leyti er málinu frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.