Tjarnarland breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 201503183

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 08.04.2015

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir urðunarstaðinn á Tjarnarlandi. breytingin er sett fram í greinargerð dags. 31.02.2015 og felur í sér eftirfarandi breytingu: Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 2000 tonnum af úrgangi til urðunar á ári, en breytist í 2500 tonn á ári. Við breytinguna mun líftíminn styttast um 16 ár og svæðið verða fullt 2076 en ekki 2092. Texti í kafla 3.3.1 og tafla 1, Urðun og tafla 1 Stærð og líftími urðunarhólfa, er breitt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði metin óveruleg og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að grenndarkynna breytinguna skv.2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 215. fundur - 15.04.2015

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir urðunarstaðinn á Tjarnarlandi. Breytingin er sett fram í greinargerð dags. 31.02. 2015 og felur í sér eftirfarandi breytingu: Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 2000 tonnum af úrgangi til urðunar á ári, en breytist í 2500 tonn á ári. Við breytinguna mun líftíminn styttast um 16 ár og svæðið verða fullt 2076 en ekki 2092. Texti í kafla 3.3.1 og tafla 1, Urðun og tafla 1 Stærð og líftími urðunarhólfa, er breytt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að breytingin verði metin óveruleg og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að grenndarkynna breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.