Íþróttamiðstöðin merking við bílastæði

Málsnúmer 201504015

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 08.04.2015

Til umræðu er uppsetning umferðarmerkja við suðurhluta bílastæða við Íþróttamiðstöðina. Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 26.03.2015 frá umsjónamanni fasteigna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu um bann við bifreiðastöður og breytingin verði færð í Auglýsingu um umferð á Fljótshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 215. fundur - 15.04.2015

Til umræðu er uppsetning umferðarmerkja við suðurhluta bílastæða við Íþróttamiðstöðina. Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 26.03. 2015 frá umsjónamanni fasteigna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu um bann við bifreiðastöðu og að breytingin verði færð í Auglýsingu um umferð á Fljótshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.