Hrægámar

Málsnúmer 201503187

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 08.04.2015

Til umræðu er að staðsetja hrægáma í sveitarfélaginu. Fyrir liggur tilboð frá Íslenska gámafélaginu í leigu á gámum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að taka tilboði Íslenska gámafélagsins og kostnaður vegna þessa verði tekinn af lið 13290 önnur landbúnaðrmál.

Jafnframt samþykkir nefndin að fela starfsmanni að taka saman upplýsingar frá öðrum sveitarfélögum um söfnun dýrahræja.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 215. fundur - 15.04.2015

Til umræðu er að staðsetja hrægáma í sveitarfélaginu. Fyrir liggur tilboð frá Íslenska gámafélaginu í leigu á gámum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að taka tilboði Íslenska gámafélagsins og kostnaður vegna þessa verði tekinn af lið 13290 önnur landbúnaðarmál.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni að taka saman upplýsingar frá öðrum sveitarfélögum um söfnun dýrahræja.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.