Ferðaþjónustubíll fatlaðra

Málsnúmer 201411138

Félagsmálanefnd - 130. fundur - 26.11.2014

Málinu frestað til næsta fundar.

Félagsmálanefnd - 131. fundur - 17.12.2014

Umræður um ferðaþjónustubíl Fljótsdalshéraðs. Viðgerðarkostnaður hefur farið vaxandi sl. tvö ár og er kostnaðurinn um ein milljón króna það sem af er þessu ár og fyrirsjáanlegar frekari viðgerðir. Bíllinn er bakhjóladrifin og erfiður í notkun yfir vetrartímann auk þess sem ekki er lyftubúnaður í bílnum og þurfa starfsmenn því að nota handafl til að koma hjólastólum inn og út úr bílnum. Félagsmálanefnd telur að endurnýjunar sé þörf á ferðaþjónustubíl sveitarfélagsins og felur félagsmálastjóra að kanna möguleika á endurnýjun ferðaþjónustubílsins.