Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 275

Málsnúmer 1411010

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem lýsti vanhæfi sínu undir lið 2.5. Þórður Mar Þorsteinsson, sem lýsti vanhæfi sínu undir lið 2.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi umrætt vanhæfi. Sigrún Blöndal, sem ræddi vanhæfi sitt. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi vanhæfi sitt. Gunnar Jónsson, sem ræddi vanhæfi. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi vanhæfi og Gunnhildur Ingvarsdóttir,sem ræddi vanhæfi. Vanhæfi Sigrúnar borið upp til atkvæða og greiddu 6 fulltrúar meirihluta því atkvæði, en 3 fulltrúar minnihluta sátu hjá. Vanhæfi Þórðar borið upp og var það samþykkt með sömu atkvæðum.
Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.1. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 2.6, 2.7. 2.8, 2.9 og 2.10. Þórður Mar Þorsteinsson sem ræddi liði 2.6, 2.9 og 2.14. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 2.6, 2.7 og 2.8 og bar fram fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 2.8 og svaraði fyrirspurn og Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 2.8, 2.9, 2.10 og 2.6.

Fundargerðin staðfest.