Efling forvarna fyrir ungt fólk

Málsnúmer 201411131

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 43. fundur - 24.11.2014

Ungmennaráði finnst að efla eigi forvarnir í samfélaginu og skynsamlegt væri að búinn verði til "Forvarnadagur Fljótsdalshéraðs" þar sem alls konar fyrirlestrar og fræðsla verður í boði í bland við eitthvað skemmtilegt þar sem allir ættu að geta fundið sér eitthvað að gera. Tillaga að dagskrá:
-Forvarnardagurinn yrði að mestu leyti á skólatíma til þess að tryggja sem flestir gætu nýtt sér það sem yrði í boði.
-Fyrirlestrar og fræðsla yrði í höndum fagmanna sem hafa getið sér gott orð fyrir hversu vel þeir ná til unglinga. Jafnvel var rætt um hvort einhverjir "frægir" geti komið því það myndi vekja meiri athygli á umræðunni.
-Þetta má ekki einungis vera endalaus fræðsla í formi fyrirlestra á Powerpoint heldur líka að vera fólk sem mætir og segir sögu sína, sbr. reynslusögur.
-Það gæti verið sniðugt að brjóta daginn upp með einhverju skemmtinlegu t.d. lazertag eða fræðsluefni í formi kvikmynda.
-Í lok dags væri síðan gaman að halda stórt ball/tónleka með einhverri frægri hljómsveit eða tónlistarmanni til að ljúka dagskránni.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar umræðu ungmennaráðs um eflingu forvarna og tillögum ráðsins um forvarnardag Fljótsdalshéraðs og vísar þeim til frekari úrvinnslu hjá tómstunda- og forvarnarfulltrúa, þegar gengið hefur verið frá ráðningu hans og hann hafið störf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.