Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

43. fundur 24. nóvember 2014 kl. 17:00 - 18:00 __________
Nefndarmenn
  • Aron Steinn Halldórsson formaður
  • Lilja Hrönn Fjölnisdóttir aðalmaður
  • Mikael Arnarsson aðalmaður
  • Álfgerður Malmq. Baldursdóttir aðalmaður
  • Sara Káradóttir aðalmaður
  • Magni Snær Kjartansson aðalmaður
  • Árni Heiðar Pálsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Árni Pálsson og Reynir Hólm Gunnarsson

1.Efling forvarna fyrir ungt fólk

Málsnúmer 201411131

Ungmennaráði finnst að efla eigi forvarnir í samfélaginu og skynsamlegt væri að búinn verði til "Forvarnadagur Fljótsdalshéraðs" þar sem alls konar fyrirlestrar og fræðsla verður í boði í bland við eitthvað skemmtilegt þar sem allir ættu að geta fundið sér eitthvað að gera. Tillaga að dagskrá:
-Forvarnardagurinn yrði að mestu leyti á skólatíma til þess að tryggja sem flestir gætu nýtt sér það sem yrði í boði.
-Fyrirlestrar og fræðsla yrði í höndum fagmanna sem hafa getið sér gott orð fyrir hversu vel þeir ná til unglinga. Jafnvel var rætt um hvort einhverjir "frægir" geti komið því það myndi vekja meiri athygli á umræðunni.
-Þetta má ekki einungis vera endalaus fræðsla í formi fyrirlestra á Powerpoint heldur líka að vera fólk sem mætir og segir sögu sína, sbr. reynslusögur.
-Það gæti verið sniðugt að brjóta daginn upp með einhverju skemmtinlegu t.d. lazertag eða fræðsluefni í formi kvikmynda.
-Í lok dags væri síðan gaman að halda stórt ball/tónleka með einhverri frægri hljómsveit eða tónlistarmanni til að ljúka dagskránni.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Önnur mál

Málsnúmer 201411132

Rætt var um aukna fræðslu til grunnskólanema um hvaða möguleikar eru til staðar eftir grunnskólagöngu fyrir utan það hefðbundna, þ.e. þann kost á að hefja nám í ME. Aðilar innan ráðsins vildu meina að þau hefðu litla sem enga vitneskju um þann möguleika að hefja skiptinám eða fara til útlanda sem Au Pair.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:00.