Önnur mál

Málsnúmer 201411132

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 43. fundur - 24.11.2014

Rætt var um aukna fræðslu til grunnskólanema um hvaða möguleikar eru til staðar eftir grunnskólagöngu fyrir utan það hefðbundna, þ.e. þann kost á að hefja nám í ME. Aðilar innan ráðsins vildu meina að þau hefðu litla sem enga vitneskju um þann möguleika að hefja skiptinám eða fara til útlanda sem Au Pair.

Samþykkt samhljóða.