Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 201411133

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 12. fundur - 26.11.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 20.11.2014 þar sem Sæmundur Eiríksson f.h. Reynis G. Hjálmtýssonar kt. 210946-3229 óskar eftir stöðuleyfi fyrir sumarhúsi, sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni Reynishaga í Skriðdal. Fyrir liggja teikningar af húsinu ásamt umsókn um byggingarleyfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem ekki er heimilt að gefa stöðuleyfi fyrir byggingar þá samþykkir umhverfis- og framkvæmdanefnd að húsið verði geymt á Reynishaga þar til byggingarleyfi hefur verið gefi út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 20.11. 2014 þar sem Sæmundur Eiríksson f.h. Reynis G. Hjálmtýssonar kt. 210946-3229 óskar eftir stöðuleyfi fyrir sumarhúsi, sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni Reynishaga í Skriðdal. Fyrir liggja teikningar af húsinu ásamt umsókn um byggingarleyfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem ekki er heimilt að gefa stöðuleyfi fyrir byggingar þá samþykkir bæjarstjórn að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar að húsið verði geymt á Reynishaga þar til byggingarleyfi hefur verið gefi út.

Samþykkt með 8 atk. en 1 sat hjá (SBS)