Fundargerð 119. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Málsnúmer 201411085

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 12. fundur - 26.11.2014

Lögð er fram fundargerð 119.fundar heilbrigðisnefndar Austurlands frá 12.11.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun Heilbrigðisnefndar þar sem skorað er á ráðherra að beita sér fyrir því, að ríkisstofnanir nýti þær heimildir, sem fyrir eru í lögum til að fela heilbrigðisnefndum eftirlitsverkefni fyrir þeirra hönd. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd taka undir bókun Heilbrigðisnefndar þar sem skorað er á ráðherra að beita sér fyrir því, að ríkisstofnanir nýti þær heimildir, sem fyrir eru í lögum til að fela heilbrigðisnefndum eftirlitsverkefni fyrir þeirra hönd.
Bæjarstjórn lítur það alvarlegum augum, þegar verið er að taka þannig verkefni af þar til bærum heimaaðilum og fela þau miðlægum eftirlitsaðilum í Reykjavík.
Af slíkri tilhögun er oft á tíðum bæði óhagræði og kostnaðarauki, auk þess sem það veikir starfsgrundvöll eftirlitsaðila eins og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.
Með svona ráðstöfunum er beinlínis verið að fækka opinberum störfum á landsbyggðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.