Landsvirkjun, bakkavarnir neðan Lagarfljótsbrúar

Málsnúmer 201411081

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 12. fundur - 26.11.2014

Erindi dagsett 12.11.2014 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Landsvirkjunar fer þess á leit, að sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs heimili gerð 300 m bakkavarnar á hólmum neðan brúar yfir Lagarfljót, samkvæmt meðfylgjandi loftmynd. Gert er ráð fyrir að grjótið verði tekið úr námu Þórfells ehf. í Selhöfða. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir bakkavörnunum. Nefndin bendir á að þetta er viðkvæmt svæði á náttúruminjaskrá og verður að tryggja að ekki verð neinar skemmdir á umhvefinu vegna framkvæmdanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Erindi dagsett 12. 11. 2014 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Landsvirkjunar fer þess á leit, að sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs heimili gerð 300 m bakkavarnar á hólmum neðan brúar yfir Lagarfljót, samkvæmt meðfylgjandi loftmynd. Gert er ráð fyrir að grjótið verði tekið úr námu Þórfells ehf. í Selhöfða. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir bakkavörnunum. Bæjarstjórn bendir á að þetta er viðkvæmt svæði á náttúruminjaskrá og verður að tryggja að ekki verð neinar skemmdir á umhverfinu vegna framkvæmdanna.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (G.J.)

Náttúruverndarnefnd - 2. fundur - 12.01.2015

Til kynningar er erindi dagsett 12.11.2014 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Landsvirkjunar fer þess á leit, að sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs heimili gerð 300 m bakkavarnar á hólmum neðan brúar yfir Lagarfljót, samkvæmt meðfylgjandi loftmynd. Gert er ráð fyrir að grjótið verði tekið úr námu Þórfells ehf. í Selhöfða. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar. Erindið var samþykkt af bæjarstjórn þann 3.12. sl.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd svo lengi sem þess verði gætt að sem minnst rask hljótist af henni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.