Bætt öryggi gangandi vegfarenda

Málsnúmer 201504031

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 23. fundur - 12.05.2015

Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 09.04.2015 um að bæta snjóhreinsun og hálkuvarnir á gangstígum, gangstéttum og bílaplönum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til gerðar verklagsreglna fyrir snjóhreinsun og hálkuvarnir á gangstéttum og göngustígum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 217. fundur - 20.05.2015

Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 09.04. 2015 um að bæta snjóhreinsun og hálkuvarnir á gangstígum, gangstéttum og bílaplönum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til gerðar verklagsreglna fyrir snjóhreinsun og hálkuvarnir á gangstéttum og göngustígum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.