Frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

Málsnúmer 201505012

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 23. fundur - 12.05.2015

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, 703. mál. Umsögn berist fyrir 15.maí nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið, en leggur áherslu á að nytjaréttur sem fyrir var skerðist ekki, svo sem beitar- og veiðiréttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 217. fundur - 20.05.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur áherslu á að nytjaréttur sem fyrir er skerðist ekki, svo sem beitar- og veiðiréttur.

Jafnframt er vakin athygli á að frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkið veiti leyfi vegna nýtingar "náttúrumyndana"

Sá aðili sem veitir leyfi til nýtingar fær tekjur af viðkomandi leyfi. Leyfi sem sveitarfélög veita skulu nýtt í þágu þjóðlenda í viðkomandi sveitarfélagi.

1. Þessi breyting mun því takmarka tekjur sveitarfélaga af þjóðlendum.
Ríkið mun þannig veita fleiri leyfi en áður og þ.a.l. fá sveitarfélög ekki tekjur.
Í umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga gætir misskilnings. Þar er vísað til þess að þetta skipti ekki máli þar sem fá leyfi til nýtingar þjóðlendu hafi verið gefin út. Það skýrist auðvitað af því að framkvæmd þjóðlendulaganna er varla byrjuð, enda ekki búið að gefa út lóðablöð og þar af leiðandi landnúmer fyrir stór svæði. Í raun geta sveitarfélög orðið af miklum hagsmunum, vegna þessa auk þess sem þau missa forræði yfir nýtingu að hluta til.

2. Þá er þessi breyting óskýr, enda geta náttúrumyndanir nánast verið hvað sem er í þjóðlendu sem er eftirtektarvert.
Skilgreining náttúrumyndana er í náttúrverndar lögum. Náttúrumyndun: Einstakt fyrirbrigði í náttúrunni sem að jafnaði sker sig úr umhverfinu, t.d. foss, eldstöð, hellir, drangur, einstakt tré eða gamall skógarlundur.
Lagabreytingin býr þannig til sérstakt og óþarft álitaefni um óskýr mörk um leyfisveitingar í þjóðlendum.
Náttúrmyndanir eru alla jafna, "merkilegir staðari" í þjóðlendu og þ.a.l. þeir staðir sem líklegast er að sóst verði eftir að nýta með einhverjum hætti.

Að öðru leyti eru ekki gerðar athugasemdir við frumvarpið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.